Af fisksala ertu kominn og að fisksala skaltu verða

Það er gaman að segja frá því að ég er þriðja kynslóð fisksala í beinan karllegg og pabbi og afi kíkja oft yfir öxlina á mér til að kanna hvort og hvernig strákurinn er að verka fiskinn. Það var ekki dónalegt að komast í verklega kúrsinn skötuverkun 101 hjá pabba og afa fyrir vertíðina í desember síðasta. Á sama tíma hefur Rökkvi, strákurinn minn, fengið að kynnast lífinu sem fisksalasonur líkt og ég.... og líkt og pabbi. Hér eru nokkrar myndir úr úrklippubókinni hennar Þórdíar ömmu:

Marius_grein_LQ

Malli afi við búðarborðið í fiskbúðinni á Álfhólsvegi í Kópavogi. Ekki er vitað úr hvaða miðli þessi grein var klippt.

 

Nesver_LQ

Hér erum við pabbi við enduropnun Nesvers á Akranesi. Greinin birtist í Skagablaðinu.

Nesver_auglysing

Heimatilbúin auglýsing sem birtist í Skagablaðinu þegar fiskbúðin Nesver var opnuð á Skaganum.

Fjórða kynslóð fisksala í starfsþjálfun

Fjórða kynslóð fisksala, Rökkvi Þór 7 ára, í starfsþjálfun í Sjávarhöllinni :-)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband