Fiskneysla getur dregið úr elliglöpum

Bresk rannsókn sem framkvæmd var í Noregi sýndi að eldri menn og konur, sem borðuðu oft fisk, stóðu sig betur á minnisprófum, sjónprófum, í hreyfifærni, í athyglisprófunum og í tal- eða málfærni, heldur en þeir sem borðuðu lítinn sem engan fisk. Frammistaðan á þessum sex þáttum jókst með aukinni fiskneyslu, þar til náð var 80 gramma dagsneyslu á fiski. Rannsóknin náði til 2.031 manns, á aldrinum 70 til 74 ára sem bjuggu á vesturströnd Noregs. En það virðist ekki vera nóg að taka inn fiskiolíur, eins og Lýsi, því fólk sem borðaði ekki fisk en tók inn fiskiolíu, stóðu sig eingöngu betur á einu prófinu af sex, miðað við þá sem hvorki borðuðu fisk eða tóku inn olíur. Einnig kom í ljós að ekki skipti máli hvort fólk var að borða feitan eða magran fisk, sömu jákvæðu niðurstöðurnar fengust. Þannig að það er fleira en omega3 fitusýrurnar sem skipta máli, þegar kemur að því að borða fisk til að bæta heilastarfsemina.“

(Heimild: www.heilsubankinn.is)  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband