Vissir þú að...

...þorskurinn er botnfiskur sem finnst um allt land og lifir helst á 100-400 metra dýpi, en finnst þó á allt að 600 metra dýpi?

...þorskurinn notar skeggþráð á hökunni til fæðuleitar á sjávarbotninum?

... fyrir utan manninn þá er þorskurinn eftirsótt fæða af hvölum, seli og hákarli?

...í fiskabók Gunnars Jónssonar kemur fram að lengsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland veiddist í apríl 1941 og að hann var um 181 cm og á að giska 60 kíló?

...stærstu þorskarnir borða karfa, skrápflúru, kolmunna og jafnvel ýsu, og að einnig beri á því að þeir stundi sjálfsafrán, það er að segja veiði fiska af eigin tegund?

...í þorskmögum hafa fundist leifar sjófugla, þangs og þara?

...algengt viðurnefni á þorskinum er sá guli en að hann gangi einnig undir nöfnunum bírapísl, brísl, bíri, dröttungur, gála, horbengla, horgála, golþorskur, aulaþorskur, auli, roðmegringur, búraþorskur, dólpungur, slonti og gotungur?
 
...þorskur er langmikilvægasta nytjategund Íslendinga og að verðmæti þorskaflans eru um 35-40% þó hann sé aðeins um 10-15% af heildaraflanum?

...háð voru 4 svokölluð þorskastríð milli Breta og Íslendinga um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1948 –1976?

Uppskrift febrúarmánaðar er þorskur í tortillapönnukökum - verði ykkur að góðu ;-) kv. Halli í Sjávarhöllinni

 

Þorskur í tortillapönnukökum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband