Færsluflokkur: Bloggar

Vertu memm í Mottumars... eins og Aðalgaurarnir í Sjávarhöllinni

Halli og Jón Eric, strákarnir í Sjávarhöllinni á Háaleitisbraut, ætla ekki að láta sitt eftir liggja í Mottumars. Þeir munu safna skeggi eins og þeir eigi lífið að leysa auk þess að bregða á leik. Þeir skora á þig að vera "memm í Mottumars“ og láta gott af þér leiða! Hægt er að fylgjast með uppátækjum þeirra hér á blogginu og facebooksíðunni Sjávarhöllin Háaleitisbraut.

 Vertu memm í Mottumars!

Ef þú vilt styrkja átakið í gegnum þessa hressu fisksala getur þú gert það með því að senda SMS:

1000 kr. Sendu SMS skilaboðin 1212 í síma 908 1001

2000 kr. Sendu SMS skilaboðin 1212 í síma 908 1002

5000 kr. Sendu SMS skilaboðin 1212 í síma 908 1005 

Einnig er hægt að fara inn á heimasíðuna mottumars.is og heita á þá félaga með öðrum hætti.

Upp með motturnar - áfram Mottumars! 


Ertu stúdent?

ISIC er alþjóðlegt stúdendakort og það eina sem staðfestir skólavist. Það hefur fengið viðurkenningu UNESCO og the European Council on Culture auk þess að vera viðurkennt af menntastofnunum, háskólum, stúdentafélögum, ríkisstjórnum og menntamálaráðuneytum víða um heim. 
ISIC Stúdentakortið
Meira en 4.5 milljón stúdenta frá 120 löndum nýta sér stúdentakortið á ferðalögum, hótelum, smásölu, menningu, íþróttum, viðburðum og fleira, út um allan heim.
Nú býðst öllum stúdentum með Isic stúdentakortið 10% afsláttur hjá Sjávarhöllinni gegn framvísun kortsins J

Fiskneysla getur dregið úr elliglöpum

Bresk rannsókn sem framkvæmd var í Noregi sýndi að eldri menn og konur, sem borðuðu oft fisk, stóðu sig betur á minnisprófum, sjónprófum, í hreyfifærni, í athyglisprófunum og í tal- eða málfærni, heldur en þeir sem borðuðu lítinn sem engan fisk. Frammistaðan á þessum sex þáttum jókst með aukinni fiskneyslu, þar til náð var 80 gramma dagsneyslu á fiski. Rannsóknin náði til 2.031 manns, á aldrinum 70 til 74 ára sem bjuggu á vesturströnd Noregs. En það virðist ekki vera nóg að taka inn fiskiolíur, eins og Lýsi, því fólk sem borðaði ekki fisk en tók inn fiskiolíu, stóðu sig eingöngu betur á einu prófinu af sex, miðað við þá sem hvorki borðuðu fisk eða tóku inn olíur. Einnig kom í ljós að ekki skipti máli hvort fólk var að borða feitan eða magran fisk, sömu jákvæðu niðurstöðurnar fengust. Þannig að það er fleira en omega3 fitusýrurnar sem skipta máli, þegar kemur að því að borða fisk til að bæta heilastarfsemina.“

(Heimild: www.heilsubankinn.is)  

 


... að hætti landans - vertu memm! :-)

Sælir matgæðingar á öllum aldri :-)

 

Fiskréttir að hætti landans - forréttir

 

 

millisida_1133774.jpg

 

Við erum að safna uppskriftum í persónulegan og alþýðlegan Fiskiforréttabækling Sjávarhallarinnar :-) Ef þið eigið góða, frumlega og ljúffenga uppáhalds forrétti sem þið viljið deila með okkur þá er það vel þegið. Til stendur að dreifa þessu frítt um netheima sem pdf skjali og eins verður bæklingurinn birtur á fb -síðu og bloggi fiskbúðarinnar.

Við myndum þá gjarnan vilja fá upplýsingar um sendanda og mynd af honum til að birta með réttinum (ekki skilyrði en mun persónulegra) og ekki væri verra að sendandinn lýsti réttinum sínum með eigin orðum :-)

Vinsamlegast sendið upplýsingarnar í einkaskilaboðum á netfangið sjavarhollin@visir.is. Einnig má senda þær í gegnum facebooksíðuna Sjávarhöllin Háaleitisbraut.

Í framhaldinu verður gefinn út aðalréttabæklingur og eftirréttabæklingur svo ef þið eigið fleiri rétti í farteskinu þá mega þeir vissulega fljóta með :-)

Hlökkum til samstarfsins með fiskiunnendum landsins, kv. Halli í Sjávarhöllinni


Úr nýjasta Hverfisblaði Laugardals, Háaleitis og Bústaðahverfis

hverfisbladid_feb_2012_1133471.jpg

... giskaðu og fiskaðu - fulla krukku af nammi :-)

Sjávarhöllin Háaleitisbraut efnir til skemmtilegs leiks í tilefni af hlaupársdeginum sem er jafnframt fyrsti afmælisdagur Sjávarhallarprinsessunnar Svövu Lindar Haraldsdóttur. Eina sem þú þarft að gera er að giska á fjölda nammihlaupfiskanna í krukkunni og senda svarið á sjavarhollin@visir.is ásamt nafni, síma og netfangi.

Hlaupársleikurinn Giskaðu og fiskaðu


Sá eða sú sem kemst næst fjöldanum eignast krukkuna með namminu. Úrslit verða kynnt á facebooksíðunni Sjávarhöllin Háaleitisbraut næstkomandi hlaupársdag, 29. febrúar 2012.

Takk fyrir janúar og gleðilegan febrúar, kv. Halli í Sjávarhöllinni


... af djöflinum og ýsunni...

Til er eftirfarandi þjóðsaga af því hvernig ýsan fékk útlit sitt:

 

 

ysa.jpg

 

 

Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar enn svarta bletti á ýsunni. En ýsan tók viðbragð mikið og rann úr hendi á fjanda, og er þar nú rákin svört eftir sem neglurnar runnu (Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II:7).


Fimmhundraðasti vinurinn :-)

Það er skemmtilegur leikur í gangi á facebooksíðunni okkar, Sjávarhöllin Háaleitisbraut, þar sem fimmhundraðasti vinurinn fær 10.000 kr. úttekt í fiskbúðinni. Verður þú fimmhundraðasti vinur Sjávarhallarinnar? Jafnframt er vinur dreginn út á 2 vikna fresti og vinnur sá 5000 kr. úttekt í fiskbúðinni :-) kv. Halli í Sjávarhöllinni

500_vinurinn


Af fisksala ertu kominn og að fisksala skaltu verða

Það er gaman að segja frá því að ég er þriðja kynslóð fisksala í beinan karllegg og pabbi og afi kíkja oft yfir öxlina á mér til að kanna hvort og hvernig strákurinn er að verka fiskinn. Það var ekki dónalegt að komast í verklega kúrsinn skötuverkun 101 hjá pabba og afa fyrir vertíðina í desember síðasta. Á sama tíma hefur Rökkvi, strákurinn minn, fengið að kynnast lífinu sem fisksalasonur líkt og ég.... og líkt og pabbi. Hér eru nokkrar myndir úr úrklippubókinni hennar Þórdíar ömmu:

Marius_grein_LQ

Malli afi við búðarborðið í fiskbúðinni á Álfhólsvegi í Kópavogi. Ekki er vitað úr hvaða miðli þessi grein var klippt.

 

Nesver_LQ

Hér erum við pabbi við enduropnun Nesvers á Akranesi. Greinin birtist í Skagablaðinu.

Nesver_auglysing

Heimatilbúin auglýsing sem birtist í Skagablaðinu þegar fiskbúðin Nesver var opnuð á Skaganum.

Fjórða kynslóð fisksala í starfsþjálfun

Fjórða kynslóð fisksala, Rökkvi Þór 7 ára, í starfsþjálfun í Sjávarhöllinni :-)

 


Vissir þú að...

...þorskurinn er botnfiskur sem finnst um allt land og lifir helst á 100-400 metra dýpi, en finnst þó á allt að 600 metra dýpi?

...þorskurinn notar skeggþráð á hökunni til fæðuleitar á sjávarbotninum?

... fyrir utan manninn þá er þorskurinn eftirsótt fæða af hvölum, seli og hákarli?

...í fiskabók Gunnars Jónssonar kemur fram að lengsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland veiddist í apríl 1941 og að hann var um 181 cm og á að giska 60 kíló?

...stærstu þorskarnir borða karfa, skrápflúru, kolmunna og jafnvel ýsu, og að einnig beri á því að þeir stundi sjálfsafrán, það er að segja veiði fiska af eigin tegund?

...í þorskmögum hafa fundist leifar sjófugla, þangs og þara?

...algengt viðurnefni á þorskinum er sá guli en að hann gangi einnig undir nöfnunum bírapísl, brísl, bíri, dröttungur, gála, horbengla, horgála, golþorskur, aulaþorskur, auli, roðmegringur, búraþorskur, dólpungur, slonti og gotungur?
 
...þorskur er langmikilvægasta nytjategund Íslendinga og að verðmæti þorskaflans eru um 35-40% þó hann sé aðeins um 10-15% af heildaraflanum?

...háð voru 4 svokölluð þorskastríð milli Breta og Íslendinga um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1948 –1976?

Uppskrift febrúarmánaðar er þorskur í tortillapönnukökum - verði ykkur að góðu ;-) kv. Halli í Sjávarhöllinni

 

Þorskur í tortillapönnukökum


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband